UM OKKUR

Vinnukot er vinnumarkaðsúrræði ætlað ungmennum með fjölþættan vanda frá 14 ára aldri. 

Vinnukot er hluti af þjónustu Vinakot ehf sem rekur meðal annars búsetu, þjónustu og skólaúrræði fyrir börn og ungmenni með fjöldþættanvanda. 

Þessi vandi getur falið í sér hegðunarvanda, vímuefnavanda, geðsjúkdóma, fatlanir og þroskafrávik.
Vinnukot leggur upp með að bjóða uppá einstaklingsmiðaða þjónustu og mæta þörfum hvers og eins.

Vera fræðandi, og gefa ungmennum tækifæri á að kynnast almennu vinnuumhverfi sem þó er sniðið að þeirra þörfum.
Að ungmennin finni þau verkefni sem þau hafa áhuga á og ýta undir vilja í að prófa að takast á við ný verkefni.